Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður eru enn án rafmagns og unnið er hörðum höndum við að koma rafmagni á og setja upp nauðsynlegt varaafl.

Skeiðsfossvirkjun fór út í gærkvöldi og það er ástæðan fyrir því að Siglufjörður og Ólafsfjörður fóru út sem annars voru komnir með takmarkað rafmagn.

Verulega hefur kólnað í húsum þar sem íbúar á Ólafsfirði og Siglufirði eru heitavatnslausir..

Ófært er frá Ólafsfirði og Siglufirði en rutt hefur verið á milli Dalvíkur og Akureyrar.

Spáð er norðan og norðaustan 8-15 m/s, en hvassari á stöku stað. Él N- og A-til, en bjart með köflum annars staðar. Frost 0 til 8 stig í dag og herðir frekar á frosti í kvöld. Heldur hægari á morgun og dregur úr éljum. Frost 4 til 15 stig, mildast við S-ströndina.