Vegna fjölda fyrirspurna varðandi hækkun hitaveitureikninga, fyrir tímabilið janúar – febrúar 2024 var farið gagngert yfir forsendur reikninga og ekkert óeðlilegt kom fram. Niðurstaðan er hækkun sem stýrist af aukinni notkun heita vatnsins ásamt hækkun gjaldskrár, sem var 4.9% um áramótin.
Á Þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar geta viðskiptavinir fylgst með notkun sinni á heitu vatni undir flipanum „Orkan mín“.
Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar má nálgast gjaldskrá Hitaveitunnar.
Bent er á að viðmiðunarhitastig gjaldskrár er 25°C og eru gjöld fyrir afnot af hitaveituvatni skv. orkumæli kr. 3,20 pr. kWst. fyrir utan virðisauka- og orkuskatt.
Notendur eru hvattir til að fara sparlega með heita vatnið þar sem það er ekki óþrjótandi auðlind.
Hér eru nokkrar ábendingar varðandi nýtingu heita vatnsins:
- Jafna innihita með lofthitastýrðum ofnlokum.
- Athuga hitastilla í ofnum, er nálin liðug?
- Yfirfara þéttleika og einangrun hurða og glugga.
- Ekki gott að lofta út og hækka í ofnum samtímis.
- Fylgjast með stýringu snjóbræðslukerfa.
- Takmarka notkun á heitum pottum.
Dalvíkurbyggð bendir á fróðleiksmola á vef Byggðastofnunar, í útgefnu efni er að finna lesningu varðandi orkukostnað heimila í landinu.