Dalvíkurbyggð hefur nú opnað bókhald sveitarfélagsins með aðgengilegri lausn á vefsíðu sveitarfélagsins. Markmiðið er að auka aðgengi íbúa að fjárhagsupplýsingum.
Um nokkurt skeið hefur verið til umræðu að opna bókhald Dalvíkurbyggðar út á vefinn . Ýmis atriði og önnur verkefni sem hafa komið inn á borð hafa orðið til þess að tefja verkefnið. Á árinu 2021 var málið tekið áfram í samræmi við starfs- og fjárhagsáætlun. Upplýsinga- og tækniteymi sveitarfélagsins fékk kynningar á nokkrum lausnum sem í boði eru. Niðurstaðan var að taka upp opið bókhald í samstarfi við Wise en Dalvíkurbyggð er með bókhaldskerfi, í daglegu tali kallað NAV, frá Wise; Dynamics 365 Business Central.
Upplýsingar sem birtast eru beint úr bókhaldi sveitarfélagsins. Gögnin uppfærast vikulega úr bókhaldinu út á vefinn með -2 mánaðar mismun. Hægt er að skoða útgjöldin og tekjurnar eftir málaflokkum. Jafnframt er hægt að skoða hvert peningarnir fara eftir lánadrottnum (birgjum). Hægt er að brjóta útgjöldin niður á 3 þrep. Framsetning er bæði í tölum og myndræn. Þannig er hægt að skoða hvaða greiðslur Dalvíkurbyggð innir af hendi og til hverra eftir málaflokkum. Ekki er hægt að skoða einstaka reikninga. Val er um árin 2021 og 2022, hægt er að velja allt árið eða einstaka mánuði.
Tekjur – hvaðan koma peningarnir
Á tekjusíðu opna bókhaldsins sést tekjuskiptingin eftir málaflokkum niður á þrep og eftir mánuðum.
Sjá eftirfarandi hluta sem dæmi tekjusíðunni:
Gjöld – hvert fara peningarnir
Á gjaldasíðu opna bókhaldsins sjást gjöld skiptast eftir málaflokkum niður á þrep, eftir mánuðum og eftir lánadrottnum (birgjar).
Sjá eftirfarandi hluta sem dæmi af gjaldasíðunni:
Gjöld – hvert fara peningarnir – greining.
Á þessari síðu er hægt að greina gjöldin eftir málaflokkum, þrepum og lánadrottnum – sett upp í greiningatré.
Lánadrottnar / birgjar
Á birgjasíðu opna bókhaldsins má sjá viðskipti sveitarfélagsins við lánardrottna niður á málaflokka. Allar upphæðir sem birtast á síðunni hafa farið í gegnum samþykktarferil í bókhaldskerfi Dalvíkurbyggðar. Viðskipti við einstaklinga birtast ekki.
Sjá eftirfarandi hluta sem dæmi af lánadrottna/birgja síðunni:
Smellt er á – eða + til að sjá minna eða meira.
Opna bókhaldið sýnir þau viðskipti sem fara í gegnum rekstur. Upplýsingar úr bókhaldi vegna eignfærða framkvæmda, fjárfestinga og styrkja til félaga sem eru eignfærðir birtast því ekki.
Sjá nánar: HÉR