Slökkvilið Fjallabyggðar lét sitt ekki eftir liggja til að gera Síldarævintýrið á Siglufirði sem skemmtilegast

Slökkviliðið bauð börnum og fullorðnum í froðudiskó í miðbænum. Eins og myndirnar frá þeim bera með sér er greinilegt að þeir skemmtu sér jafn vel og börnin og nokkrir fullorðnir sem létu sig vaða í gegnum froðuna.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar