Síldarævintýri á Siglufirði um verslunarmannahelgina 2022 er lokið.

Þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á sitt besta tókst Síldarævintýrið vel og gestir og heimamenn skemmtu sér hið besta, enda fjölbreitt dagskrá í boði.

Siglfirðingurinn Leó R. Ólason lét sig ekki vanta á ævintýrið, rölti um bæinn og tók myndir af viðburðum og fólki.

Meðfylgjandi eru myndir sem hann tók og má sjá að bæði börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta.

Trölli.is þakkar Leó kærlega fyrir skemmtilegar myndir.

Myndir/ Leó R. Ólason