Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 6.júní 2023 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að ný lína – jarðstrengur – er teiknuð inn á uppdrátt ásamt línu fyrir göngu- og hjólastíg. Þá eru gerðar breytingar á köflum 6.1 og 6.2 í greinargerð aðalskipulagsins varðandi rafveitu og göngu- og hjólastíga.
Tillagan var auglýst frá 15.febrúar til 3.apríl 2023. Ein athugasemd barst sem leiddi ekki til breytinga á skipulaginu. Aðalskipulagsuppdrátt má sjá hér og greinargerð hér .
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun og tekur hún gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is