Hversu vel þekkir maður nágranna sína?

Fólkið sem maður mætir daglega árum saman og heilsar kurteisilega og svo fer hver og einn inn í sinn eigin heim og við hugsum svo sem ekkert mikið um spurningar eins og:

Hvað ætli hún/hann geri í frístundum sínum.  

Það er ekki fyrr en við bregðum út af vananum og spyrjum fleiri spurninga þar sem það slær okkur að við vitum voðalega lítið um nágranna okkar og stundum höfum við jafnvel fordóma og ímyndaðar hugmyndir um hvernig hin og þessi persóna er.

Skrítið en satt.

Í þessari kórónakrísu er fólk út um allan heim meira heimavið og kannski er það einmitt það sem gerir það að verkum að maður kynnist nágrönnum sínum betur.
Við hittum þá skyndilega oftar og höfum allt í neinu meiri tíma til að tala saman og ekki bara kasta kveðju á hvert annað og það getur komið okkur skemmtilega á óvart hvað fólk getur haft mörg og ólík og jafnvel einkennileg áhugamál sem það leggur hellins tíma í en talar sjaldan eða aldrei um við aðra en þá sem hafa sömu tómstunda áhugamál.

Hér um daginn kom beðni í gegnum spjallrás sem við nágrannarnir hér á Gallåsvägen notum til þess að verjast afbrotum og til þess að hjálpa hvort öðru frá eldriborgaranum henni Lenu í númer 79 en henni vantaði tæknilega hjálp með sjónvarpið sitt.

Dúkkuhúsaheimur fyrir fullorðna

Ég svaraði og bauðst til að hjálpa henni og þá opnaðist skyndilega heil heimur fyrir mér í bókstaflegri meinungu. Allskyns smáheimar í litlum kössum og dúkkuhúsum sem hægt er að opna og þá birtis manni heill „lifandi míní heimur. “

Og ég bara stóð og gapti af undrun yfir þeirri ótrúlegu nákvæmni sem var þarna í einu og öllu.

Allt er eitthvað svo lifandi og sannfærandi og svo augljóst þetta er þrælhugsað og að fleiri þúsunda klukkustunda handavinna liggur á bakvið það sem maður sér.  

Minnti mig á þegar ég heimsótti Njörð Jóhannsson sem smíðar bátalíkön í bílskúrnum sínum þar sem allt liggur í mikilli nákvæmnisvinnu í smáatriðunum.

Sjá meira hér um Njörð: Snillingar bæjarins! Bátasmiðurinn Njörður

Fyrir mér varð það strax ljóst að orð eins og „handarvinnu hobbý“ dugðu ekki því þetta er miklu meira listsköpun og „litla fólkið“ í dúkkuhúsunum áttu sér bæði nöfn og sögur.

Ég varð svo forvitinn um þetta allt saman að Lena hafði vart undan að svara öllum mínum spurningum.

“Húsin kaupi ég gegnum netið og svo set ég saman einingarnar og síðan betrekkið í öll herbergi og gólfefni og svo kaupi ég líka allskyns mublur og smádót. Allt annað geri ég sjálf, eins og t.d. gólfteppi, mottur, gardínur og fatnað á fólkið….og svo rafmagn og ljós og lampa….”

Jésús Kristur… hugsa ég og reyni að láta Lenu ekki finna það að mér kannski finnist þetta dúkkuhúsa hobbý vera einkennilegt áhugamál fyrir fullorðið fólk. En svo segi ég við hana að fólki geti svo sem brugðið þegar það kemur í heimsókn til mín og sér gamlar myndavélar upp um alla veggi.  

En Lena, er þetta dýrt áhugamál ?

„ Nei, það finnst mér ekki, því ég hef svo gaman af þessu og ég er ekkert mikið fyrir utanlandsferðir, skemmtanir og svoleiðis.“

„En svona okkar á milli þá hef ég að ganni mínu sparað allar kvittanir og litla húsið kostaði mig um 50.000 sænskar (um 800.000 ISK) en það stærra fór í tæpar 100.000 SKR. ( 1,6 milljón ISK) „


Vá..Ok, og hversu margar klukkustundir fóru í þetta?

“Hmm…. líklega nokkur þúsund, en hver er svo að reikna þegar maður gleymir stað og stund í einhverju sem manni finnst skemmtileg?

Aðrir dúkkukassa heimar

Hattabúð Ísabellu
Listakonuvinnustofa
Gestir á Myndlistasafni
Gróðurhús
Ýmislegt smátt og skemmtilegt

Lena Sundberg dúkkuhúsalistakona og Harry Johansson annar nágranni minn og vinur á spjalli um okkar ólíku áhugamál.
Harry sem er norðlendingur og fyrrverandi fraktskipasjóari sagði okkur að systir hans sé líka á kafi í dúkkuhúsagerð og að hann hafi byggt handa henni heilan vinnuskúr í garðinum hjá henni í fyrra fyrir þetta hobbý.

Já, það er gaman að eiga góða og skemmtilega nágranna.

Lifið heil og bestu kveðjur

Nonni Björgvins

Aðrar sögur og greinar eftir Jón Ólaf Björgvinsson á trolli.is.

Texti og ljósmyndir:
Jón Ólafur Björgvinsson