Nýtt skólaár er að hefjast og tekur ný aksturstafla skólarútu gildi mánudaginn 17. ágúst nk

Nemendur og starfsmenn bæði grunn- og menntaskólans eru hvattir til að nota rútuna. Vakin er athygli á því að almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir svo fremi sem rútan er ekki fullsetin.

Skólastarf hefst í MTR þriðjudaginn 18. ágúst og skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður föstudaginn 21. ágúst.