Víbekka Sól Andradóttir

Víbekka Sól Andradóttir er að útskrifast frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor.

Til að safna fyrir útskriftarferðinni ákvað Víbekka Sól að selja málverk sem hún hefur málað.

Ferðin verður síðan farin 22. júní til 2. Júlí 2021 til Krítar, gist verður þar á Sirios Village hótelinu.

Víbekka hefur teiknað frá unga aldri en byrjaði að mála myndir fyrir um það bil þremur áum síðan. Hefur hún sótt nokkur námskeið og hefur áhuga á að halda áfram með myndlistina.

Litla málverkið (sólhattar stelpan) 24×30 cm er á 2.500kr. Stóra málverkið (bardaga stelpan) 65×90 cm er á 6.000kr.

Víbekka segir á facobooksíðu sinni “Ég er að safna upp í útskriftarferðina í MH og ákvað að prófa að selja nokkur málverk, ef þetta gengur vel sel ég fleiri. Svo ef þið hafið áhuga á að kaupa sendið á mig í pm. Ef þið viljið að ég máli eitthvað fyrir ykkur þá endilega senda í pm.”

Þess má geta að þessi unga og duglega listakona er dóttir Andra Hrannars Einarssonar sem er umsjónamaður Undralandsins á FM Trölla.