Þessa dagana er skipulagning bólusetningar vegna Covid-19 í fullum gangi hjá HSN. Markmiðið er að bólusetning geti hafist með stuttum fyrirvara á öllu starfssvæði stofnunarinnar. Nákvæmar tímasetningar eru ekki komnar en bundnar eru vonir við að þær geti hafist í kringum áramótin.

Byrjað verður á að bólusetja íbúa á hjúkrunar-  og dvalarheimilum og starfsfólk sem sinnir bráðaþjónustu. Unnið hefur verið að forgangsröðun í samræmi við reglugerð og tilmæli frá sóttvarnarlækni, reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 .

Ekki verður hægt að panta bólusetningu heldur verður fólk látið vita hvenær því stendur til boða að mæta og hvar. Fólk er því beðið um vinsamlegast um að hringja ekki í heilsugæslustöðina vegna þessa.

Skoða á vef HSN.