Garðyrkjustöðin Ösp, Laugarási í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands (HSL) hefur ákveðið að innkalla af markaði salat í pottum undir vöruheitinu: Íslenskt batavía.

Glerbrot fannst í einni pakkningu.

Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna eftir 21. febrúar sl. eru beðnir að neyta ekki vörunnar heldur að skila henni í næstu verslun eða hafa samband við dreifingaraðila Hollt & Gott ehf í síma 575-6000 eða í tölvupósti hg@hollt.is

  • Vöruheiti: Íslenskt batavía salat í pottum
  • Framleiðandinn: Garðyrkjustöðin Ösp, Laugarási
  • Dreifingaraðilinn: Hollt & Gott ehf, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Strikanúmer: 5690628007748 eða 6690628001494
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Hagkaup, Melabúðin, Kaupfélag Skagfirðinga

Fréttatilkynning frá fyrirtækinu Hollt og Gott ehf.