Nýjasta lag Daniil er komið út á streymisveitum.

Lagið heitir Fastur og er samið af Daniil sjálfum og pródúserað af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Tómasi Gauta.

Lagið Fastur verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Þetta er fyrsta lagið Daniil gefur út í meira en ár, en Leðurblaka var það síðasta sem kom út frá honum.

Lagið “Fastur” er virkilega sumarlegt og ferskt popplag sem er líklegt til árangurs sem eitt af sumarlögum ársins.