Banana- og súkkulaðikaka
- 150 g smjör
- 1 ½ dl rjómi
- 1 þroskaður banani
- 3 egg
- 3 dl sykur
- 1 msk vanillusykur
- 1 dl kakó
- 2 tsk lyftiduft
- 4 dl hveiti
Krem
- 100 g suðusúkkulaði
- 150 g mjúkt smjör
- ½ dl kakó
- 1 msk vanillusykur
- 2 dl flórsykur
Skraut
- 1-2 dl kókosmjöl
Hitið ofninní 175°.
Bræðið smjörið og blandið því saman við rjómann. Stappið bananann og hrærið honum saman við rjómablönduna. Þeytið egg, sykur og vanillusykur þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna og blandið að lokum rjómablöndunni varlega saman við. Setjið deigið í skúffukökuform (um 25 x 35 cm) og bakið í neðri hluta ofnsins í 20-25 mínútur. Látið kökuna kólna áður en kremið er sett á.
Krem: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Látið kólna aðeins. Hrærið súkkulaðinu saman við smjörið. Bætið kakó, vanillusykri og flórsykri saman við og hrærið saman þar til kremið er orðið mjúkt og létt í sér. Setjið yfir kökuna og stráið kókosmjöli yfir.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit