Sunnudaginn 13. febrúar var dýrðarinnar dásemdar vetrarveður á Siglufirð.

Eins og myndirnar sem Þórarinn Hannesson tók í gær bera með sér, bæði á Siglufirði og upp í Hvanneyrarskál var veðrið eins og best verður á kosið á þessum árstíma.

Skíða- og útivistafólk nýtti daginn til útiveru og fer endurnært inn í nýja vinnuviku.