Davíð Máni gaf út nú á dögunum jóla stuttskífu undir nafninu “Davíð Máni & Hljóðfærasveinarnir” nafn sem vísar í norðlensku hljómsveitina: Helgi & Hljóðfæraleikararnir, en það vill svo til að Davíð fékk með sér góða gesti sem spiluðu inn á þessa stuttskífu, meðal annars trommara þeirrar hljómsveitar, Atli Rúnarsson og Ívar Leó Hauksson á bassa (SÓT, Melodí) auk þeirra koma fram Aron Freyr Ívarsson og Björg Elva sem syngja á útgáfu af Winter Wonderland. Sjálfur sá Davíð um allan gítar og söng á restinni af lögunum sem eru 6 í heildina: Carol Of The Bells, Winter Wonderland, Frosty The Snowman, Santa Claus Is Coming To Town, Rockin’ Around The Christmas Tree og O Holy Night. Öll lögin sett í rokk/blús búning.
Aðsent




