Opið hús vegna kynningar á skipulagstillögunum fer fram á tæknideild í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, mánudaginn 22. maí milli kl. 12:00 og 14:00.

Opið hús fer fram í samræmi við gr. 4.6.1. og 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum. Tillögurnar ásamt upplýsingum um verkefnið eru einnig aðgengilegar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is.

Að lokinni þessari kynningu og samþykkt bæjarstjórnar verður tillagan auglýst með a.m.k. 6 vikna athugasemdafresti. Svo þeir sem hafa ekki kost á að kynna sér tillögurnar í þessum fasa, hafa kost á því að koma með athugasemdir eða ábendingar síðar í skipulagsferlinu.

Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar: s.4649100 eða iris@fjallabyggd.is.

Fylgiskjöl: