Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 18.mars sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar sem liggur í gegnum þéttbýli Dalvíkur skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Skipulagssvæðið bær yfir vegstæði þjóðvegar nr. 82 þar sem hann liggur í gegnum þéttbýlið á Dalvík, um 2,3 km leið.

Í deiliskipulagstillögunni er m.a. gerð grein fyrir legu vegstæðis, afmörkun aðliggjandi lóða, leyfilegum hámarkshraða, gatnamótum, göngu- og hjólastígum, almenningssamgöngum og bílastæðum.Deiliskipulagsuppdrætti má nálgast hér, hér og hér. og greinargerð hér.

Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík, skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Sú tillaga gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun deiliskipulagssvæðisins til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýlið.
Deiliskipulagsuppdrátt má nálgast hér.

Deiliskipulagstillögurnar eru jafnframt aðgengilegar á Skipulagsgátt; skipulagsgatt.is (mál nr. 1031/2025 og 1031/2025). Einnig má nálgast skipulagsuppdrætti ásamt greinargerð í afgreiðslu á 1.hæð í Ráðhúsi Dalvíkur frá 28.júlí til 7.september 2025.

Athugasemdum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 7.september 2025.