Diljá Helgadóttir skipar 9. sæti H-listans í Fjallabyggð.

Ég er 36 ára gamall Ólafsfirðingur, gift Helga Reyni Árnasyni verkstjóra hjá Árna Helgasyni ehf. og saman eigum við þrjú börn, Ronju 14 ára, Árna 8 ára og Úlf 6 ára. Við búum í gamla sýslumannshúsinu á Ólafsfirði, sem við festum kaup á og gerðum upp að mestu árið 2011.

Ég er líftæknifræðingur með BcS gráðu úr Háskóla Akureyrar. Ég útskrifaðist vorið 2015, og vann t.a.m. hjá Genís líftæknifyrirtæki á Siglufirði. Ég er nýtekin við formennsku stjórnar foreldrafélags grunnskóla Fjallabyggðar, eftir setu í stjórninni síðustu þrjú ár. Áður var ég forstöðumaður Menningarhúss Tjarnarborgar, og samhliða námi var ég yfirdanskennari hjá Point dansstúdíói á Akureyri.

Ég hef unun af hreyfingu og útivist, þá helst fjallgöngum, gönguskíðum og hlaupum, og ekki síst dansi. Samvera með fjölskyldu og vinum er mér einnig mjög mikilvæg.

Ég vil sjá Fjallabyggð sem aðlaðandi búsetukost fyrir barnafjölskyldur með öruggt og gott umhverfi fyrir börn hvort sem er í eða utan skóla. Jöfnun á milli byggðakjarnanna þegar kemur að stjórnsýslu, íþróttum, fræðslu og frístundamálum er ofarlega á mínum áherslulista. Með heildina í huga, og til að ná betri sátt og samheldni í samfélaginu okkar vil ég vinna að eftirfarandi

– Reglulegum samgöngum á milli bæjarkjarnanna, sem eru nauðsynlegar eigi börn í Fjallabyggð að hafa jafnt aðgengi að þeim íþróttum og tómstundum sem í boði eru í Fjallabyggð.
– Finna húsnæði fyrir unglingana okkar, eigið athvarf fyrir félagsmiðstöðina þeirra Neon.
– Betra viðhaldi og nýtingu á íþróttamannsvirkjum í sveitarfélaginu og menningarhúsi þess, gönguleiðum og útivistarsvæðum.
– Gjaldfrjálsum grunnskóla og tengingu á systkinaafslætti í leikskóla við lengda viðveru í grunnskólanum.
– Jöfnun á þjónustu milli kjarnanna með viðveru starfsmanna bæjarins í báðum kjörnum.

Frétt fengin af facebooksíðu: H-Listans