Allir fulltrúar bæjarráðs Fjallabyggðar samþykktu á fundi sínum í dag að fela bæjarstjóra að leita eftir viðræðum við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun varanlegrar björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð.

Lögð voru fram drög að bréfi til ráðherra þar sem sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið til þess að koma að lausn til framtíðar sem byggir á mikilvægi þess að tryggja sem best viðbragð við vá á og úti fyrir Norður- og Austurlandi. Lausn sem felur meðal annars í sér að ein þyrla Landhelgisgæslu Íslands hefði aðsetur á flugvellinum á Siglufirði og að mannvirki þar yrðu nýtt fyrir starfsemi þyrlusveitar landhelgisgæslunnar.

Nánar má lesa um bókun bæjarráðs hér
Bréf Fjallabyggðar til dómsmálaráðherra og Landhelgisgæslu Íslands

Forsíðumynd/ af vef Fjallabyggðar
F-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar
Mynd: Jóhann K. Jóhannsson