Klukkan 17 til 19 í dag verður Gestaherbergið á dagskrá á FM Trölla.


Dönum verður gert hærra undir höfði í dag en aðra daga… og þarf þó ekkert svo mikið til.

Dönsk tónlistarmenning hefur getið af sér margar góðar og skemmtilegar hljómsveitir og tónlistamenn svo sem Kim Larsen, Dodo and the Dodos, Lukas Graham, Olsen bærður og svo mætti lengi telja.
Í þættinum verður að sjálfsögðu spilaður slatta af dönskum lögum, óskalögin ykkar verða spiluð, lesnar upp gamlar fréttir ef þær finnast nógu áhugaverðar og reynt verður að gera þennan þátt frekar heimilislegan.

Svo er nú fyrri undankeppni Eurovision í kvöld og auðvitað verður þátturinn fyrir barðinu á því stuði svo ekki missa af Gestaherberginu í dag.
Hægt verður að hringja í þáttinn í síma +47 926 96 336 ef þið viljið ræða um Eurovision keppnina, nú eða bara eitthvað allt annað.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is