SSNV og SSNE taka þátt í Nýsköpunarvikunni sem fer fram dagana 26. maí til 2. júní.
Með þátttöku landshlutasamtakanna er ætlunin að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað á Norðurlandi, meðal annars innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja. Ætlunin er einnig að kynna þann stuðning sem er í boði fyrir frumkvöðla á Norðurlandi.Dagskráin samanstendur af þremur viðburðum: Nýsköpunarhádegi á Norðurlandi, Nýsköpunarferðlag um Norðurland og Hugmyndaþorpið Norðurland.

NÝSKÖPUNARHÁDEGI Á NORÐURLANDI:

30 mínútna streymisviðburðir þar sem gestir úr mismunandi atvinnugreinum fjalla um það frjóa og spennandi nýsköpunarstarf sem á sér stað á Norðurlandi. Viðburðirnir eru haldnir í hádeginu alla virka daga á meðan að á Nýsköpunarvikunni stendur kl. 12:00-12:30.

Miðvikudagur 26. maí – Nýsköpun á NorðurlandiFimmtudagur 27. maí – Nýsköpun í ferðaþjónustuFöstudagur 28. maí – Nýsköpun í menntamálumMánudagur 31. maí – Nýsköpun í menningarmálumÞriðjudagur 1. júní – Nýsköpun í hönnunMiðvikudagur 2. júní – Nýsköpun í matvælaframleiðslu NÝSKÖPUNARFERÐALAG UM NORÐURLAND:

Rafræn opin hús í frumkvöðlasetrum. Með þessum viðburði er verið að bjóða íbúum, fyrirtækjum og stofnunum að kynna sér þá starfsemi sem er í stuðningsumhverfinu til framdráttar og beina ljósi á þá nýsköpun sem nú þegar er í gangi á norðurlandi. Myndböndunum verður streymt fimmtudaginn 27. maí kl. 13:00.

HUGMYNDAÞORPIÐ NORÐURLAND:
Hugmyndasamkeppni þar sem reynir á nýsköpunarmátt og lausnamiðað hugarfar. Leitast verður eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að auka og hvetja til fullvinnslu afurða. Þátttakendur nota Hugmyndaþorp sem er hannað af Austan mána til að koma með hagnýtar og frumlegar hugmyndir útaf frá viðfangsefninu. Fullvinnsla afurða er sameiginlegt markmið sóknaráætlanna landshlutasamtakanna á Norðurlandi, SSNE og SSNV.Hægt verður að taka þátt í Hugmyndaþorpinu á meðan að á Nýsköpunarvikunni stendur. Verðlaun frá frumkvöðlafyrirtækjum á Norðurlandi verða veitt fyrir bestu hugmyndirnar sem og virkustu þátttakendurna. Slóð á Hugmyndaþorpið birtist hér inn þegar nær dregur. Viðburðirnir eru hluti af Nýsköpunarvikunni, nýrri hátíð í Reykjavík sem fer fram dagana 26. maí -2. júní. Frumkvöðlum og fyrirtækjum gefst tækifæri á að kynna þá skapandi starfsemi sem á sér stað á degi hverjum, opna dyrnar fyrir gestum og gangandi og vekja athygli á þeim framúrstefnulegu lausnum sem hafa sprottið upp úr íslensku hugviti. 

Nánar á www.nyskopunarvikan.is