Djöflakjúklingur
- 1 bolli hveiti
- 3 tsk maldon salt
- 1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
- 2 stór egg
- 6 msk dijon sinnep
- 1/2 tsk cayenne pipar
- 1 bolli brauðmylsna af franskbrauði
- 3 msk ólivuolía
Heimagerðar franskar kartöflur
Hitið ofninn í 190°. Blandið hveiti, 2 tsk af saltinu og svörtum pipar í skál. Hrærið saman eggjum, dijon sinnepi og cayenne pipar í annari skál. Blandið saman brauðmylsnu og 1 tsk af saltinu saman í þriðju skálina.
Veltið kjúklingabringunum, einni í einu, upp úr hveitiblöndunni og hristið síðan bringuna þannig að auka hveiti falli af. Veltið bringunni næst upp úr eggjablöndunni og að lokum upp úr brauðmylsnunni. Leggið bringuna á grind og endurtakið með afganginn af bringunum.
Hitið olíuna á pönnu yfir miðlungsháum hita. Leggið kjúklingabringurnar á pönnuna og steikið þar til hún fær fallegan lit, það ætti að taka um 2-3 mínútur. Snúið kjúklingabringunum við og færið pönnuna í ofninn. Bakið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, það ætti að taka um 12 mínútur. Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara inn í ofn þá steikið þið kjúklingabringur eins á hinni hliðinni og leggið þær síðan í eldfast mót áður en þið setjið þær í ofninn.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit