Hið árlega skemmtikvöld Sinawik á Siglufirði var haldið á Rauðku miðvikudagskvöldið 9. maí. Um það bil 100 hressar konur mættu á skemmtunina sem var hin veglegasta og mikið um dýrðir.
Boðið var upp á fordrykki, ljúffengt lambakjöt, meðlæti og dýrindis franska súkkulaðiköku í desert. Happdrætti þar sem Siglufjarðarapótek, Snyrtistofa Hönnu Siggu, Primex og Hrímnir hár og skegg gáfu veglega vinninga.

Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum, Dívurnar tróðu óvænt upp, frábærar að vanda, tískusýning í boði Siglósports og Hjarta bæjarins, make-over þar sem Aafke Roelfs var boðið upp á klippingu hjá Sirrý, förðun hjá Ásdísi og klædd upp í glæsileg föt frá Siglósport. Skemmtikrafturinn og snapparinn Eva Ruza mætti á svæðið og fór á kostum. Ræddi hún þar á meðal við Ester og kíkti í möppuna hennar með dónabröndurunum og spjallaði við Jónu Guðný um Tinder menninguna á Siglufirði.

Konurnar í salnum veltust um af hlátri enda þarna skemmtilegar dömur á ferð. Eva Karlotta og Dj Birgitta sáu síðan um tónlistina að lokum. Það er alveg ljóst að skemmtikvöld Sinawik kvenna á Siglufirði er skemmtun sem vert er að taka þátt í.
Hér að neðan eru myndir frá skemmtikvöldinu sem tala sínu máli.

 

Stjórn Sinawik

 

Það var blátt þema á skemmtikvöldinu

 

Snapparinn Eva Ruza

 

Rut Hilmarsdóttir eigandi Siglósports og Eva Ruza

 

Erla og Hanna í góðum gír

 

Aafke Roelfs, stórglæsileg eftir make-over

 

Tískusýning

 

Sá “danski” sem kom salnum á hvolf af hlátri

 

Tvær Evur og ein Ragna Dís

 

 

Ester fór á kostum

 

Mappan fræga sem geymir ansi bláar skemmtisögur

 

Tvær frábærar

 

Dívurnar tróðu óvænt upp og tóku nokkur lög

 

Sýndar voru þessar glæsilegu peysur frá Hjarta bæjarins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir