Fyrir skömmu gáfu hjónin  Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir og Daníel Pétur Baldursson út yfirlýsingu þess efnis að þau hafi ákveðið að hætta veitingarekstri.

Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.

“Við hjónin höfum ákveðið að hætta veitingarekstri og dregið okkur út úr rekstri Torgsins /Sigló Veitingar ehf

Við hættum í mesta bróðerni og skiljum reksturinn eftir í höndunum á góðu fólki.

Við viljum koma fram miklu þakklæti til allra okkar viðskiptavina, velunnara og allt það frábæra starfsfólk sem hafa aðstoðað með einum eða öðrum hætti við rekstur Torgsins síðastliðin tæp 8 ár.

Kærar kveðjur
Auður og Danni”

Trölli.is óskar þeim velfarnaðar á þessum tímamótum