Nú stendur yfir jólaleikur hjá SR Byggingavörum á Siglufirði. Leikurinn virkar þannig að þeir sem versla fyrir 10.000 kr. eða meira setja kassakvittun í “pott”.

Dregnir verða fjölmargir vinningar upp úr pottinum á Þorláksmessukvöld, í beinni útsendingu á FM Trölla.

Vinningarnir hafa verði mjög veglegir hingað til og verður svo einnig að þessu sinni.

Þátttaka hefur verið mjög góð í þessum leik og tilvalið fyrir fólk að drífa sig í SR Bygg og taka þátt.