Fjallabyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði með það að leiðarljósi að þar geti orðið til öflug atvinnustarfsemi til framtíðar. Til flugvallarsvæðis telst flugbraut, flughlað og mannvirki ásamt landsvæði við flugvöllinn.  


Þau mannvirki á svæðinu sem eru í eigu Fjallabyggðar eru tækjageymsla, byggð árið 1981, alls 115,7 m² að stærð  og flugstöð, byggð árið 1973, alls 121,6 m² að stærð. Einnig er á svæðinu flugskýli sem ekki er í eigu sveitarfélagsins. 

Óskað er eftir útfærðum hugmyndum að framtíðarnýtingu fasteigna í eigu sveitarfélagsins á svæðinu og framtíðarþróun flugvallarsvæðisins. 

Með innsendri hugmynd skulu, ásamt greinargóðri lýsingu á hugmynd og hvernig hún fellur að framtíðaruppbyggingu samfélagsins í Fjallabyggð, fylgja upplýsingar um samstarfsaðila,  fjármögnun verkefnisins og verk- og tímaáætlun. 
 

Frestur til þess að skila inn umbeðnum gögnum er til og með 24. janúar 2022. Hugmyndir ásamt umbeðnum fylgigögnum skulu sendar í netfangið elias@fjallabyggd.is


Þær tillögur og/eða hugmyndir sem kunna að berast verða lagðar fyrir bæjarráð Fjallabyggðar sem tekur ákvörðun um frekari meðferð þeirra og afgreiðslu.  

Fjallabyggð áskilur sér rétt til að skipa sérstakan hóp fagaðila til þess að fjalla frekar um þær tillögur sem berast áður en endanleg ákvörðun verður tekin um mögulegt samstarf og þróun svæðisins. Einnig áskilur sveitarfélagið sér rétt til að hafna öllum innsendum hugmyndum. 

Nánari upplýsingar veitir Elías Pétursson, bæjarstjóri á netfangið elias@fjallabyggd.is eða í síma 4649100.