Daðey Arna Sheng Þorsteinsdóttir nemandi í 7. bekk fékk hugmynd að skipuleggja páskaeggjaleit, hún fékk vinkonu sína Erlu Dagmar Ingimarsdóttur til að hjálpa sér og hafa þær stöllur verið að safna fyrir eggjum undanfarna daga við góðar undirtektir íbúa í Húnaþingi vestra.
Páskaeggjaleitin verður laugardaginn 20. apríl kl. 14.00 við Grunnskóla Húnaþings vestra og eru allir velkomnir.
Fólk er hvatt til að mæta og sýna þeim Daðeyju og Erlu stuðning við þetta frábæra framtak.