Drømmekage

  • 375 g mjúkt smjör
  • 375 g sykur
  • 8 egg
  • 475 g hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • fræ úr tveimur vanillustöngum
  • 1,5 dl mjólk
  • 100 g kókosmjöl

Ofanbráð

  • 3/4 dl vatn
  • 1 ½  tsk Nescafé
  • 150 g smjör
  • 150 g kókosmjöl
  • 300 g púðursykur
  • 75 g sýróp

Hitið ofninn í 180°. Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjunum, einu í einu, saman við og hrærið í deiginu á meðan. Blandið hveiti, lyftidufti og fræjum úr vanillustöngum saman og hrærið í deigið. Hrærið að lokum mjólk og kókosmjöli í deigið.

Setjið deigið í bökunarpappírsklætt bökunarform sem er um 25 x 35 cm að stærð. Bakið kökuna í 35-40 mínútur.

Ofanbráð: Hitið vatnið í potti og leysið neskaffið upp í því. Bætið smjörinu saman við og látið það bráðna í blöndunni. Setjið restina af hráefnunum saman við og hrærið vel saman yfir lágum hita.  Breiðið blöndunni yfir kökuna og bakið hana í 8 mínútur til viðbótar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit