Í dag laugardaginn 27. júlí verður Druslugangan gengin á Akureyri.

Gangan hefst fyrir framan Myndlistarskólann á Akureyri kl. 14:00. Gengið verður niður Listagilið, gegnum göngugötuna og endað á Ráðhústorgi þar sem dagskrá á sviði tekur við.

Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis og var fyrst haldin 2011.

Druslugangan er vopn gegn óréttlæti og ofbeldi, er viðburðurinn hluti af Listasumri 2019 og nýtur stuðnings Akureyrarstofu.

 

Á myndinni sést Sólborg Guðbrandsdóttir flytja fyrirlestur á Hvammstanga.