Hægt verður að koma við í Fiskbúð Fjallabyggðar í hádeginu hjá þeim sómahjónum Gerði og Hákoni og fá sér dýrindis skötu á Þorláksmessu.

Í boði er að borða inni í fiskbúðinni eða að taka kræsingarnar með í take away. Verð er 2.990 kr.

Á boðstólnum er:
Skata
Kartöflur
Rófur
Hamsar
Rúgbrauð
Síld
Smjör