Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur skrifað undir nýja samninga um þvottaþjónustu við þrjá aðila sem tóku við þjónustunni frá og með 1. september 2025 í kjölfar útboðs.
Nýir samningsaðilar eru:
- Þvottafélagið ehf., sem mun annast þvottaþjónustu fyrir HSN Húsavík
- Króksfit ehf., sem mun sjá um þjónustu fyrir HSN Sauðárkrók
- Efnalaugin Lind ehf., sem mun sinna þvottaþjónustu fyrir HSN Fjallabyggð
Þessir aðilar taka við af Grand þvott ehf., sem hefur sinnt þvottaþjónustu fyrir HSN undanfarin ár. HSN vill nota tækifærið og þakka Grand þvott ehf. fyrir gott og lærdómsríkt samstarf.