Björgunarsveitin Strákar ásamt góðum björgunarsveitarfélögum frá Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri stóðu í ströngu ásamt fleiri viðbragðsaðilum í vatnsveðrinu á Siglufirði um helgina.
Sveitirnar aðstoðuðu Slökkvilið Fjallabyggðar og íbúa m.a. við dælingu úr húsum og fráveitukerfinu eftir bestu getu og önnur tilfallandi verkefni t.d. eftirlitsflug með drónum.
Allir viðbragðsaðilar sem stóðu vaktina eiga mikið hrós skilið fyrir dugnað og elju við erfiðar aðstæður og þakkar Björgunarsveitin Strákar þeim fyrir þeirra framlag.
Mynd/Björgunarsveitin Strákar