Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á 320. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, vegna Aðalgötu 6 b á Siglufirði.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra bókaði eftirfarandi á fundi sínum 25. febrúar 2025.

Tilkynning um meðferð máls og stjórnsýsluákvörðun.

Heilbrigðisnefnd fór yfir tilkynningu um meðferð máls og viðbrögð eigenda Aðalgötu 6 b, 580 Siglufjörður. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hafði ekki fengið nein formleg viðbrögð frá eiganda húsnæðisins.

Heilbrigðisnefnd bókar eftirfarandi:

„Tekin er stjórnvaldsákvörðun í framhaldi af tilkynningu til eigenda með viðeigandi fresti um meðferð máls skv. 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um að rífa og fjarlægja leifar af húsnæði að Aðalgötu 6 b (F2130054), 580 Siglufjörður vegna mengunar, óhollustu og fokhættu og hættu á tjóni annarra eigna auk hættu fyrir almenning með
tilliti til reglugerðar nr. 903/2024 um hollustuhætti, m.a. kafla IV um húsnæði, einkum 17. gr. um gæði húsnæðis og umhirðu og 18. gr. um lóðir og önnur opin svæði.

Sveitarfélaginu Fjallabyggð verður fyrirskipað að sækja um tímabundið starfsleyfi til niðurrifs og hreinsunar á lóðinni Aðalgötu 6 b og framkvæma verkið á kostnað eigenda eftir 31. mars n.k.“