Fimm kynningarfundir á nýjum samningi Einingar-Iðju við SA verða í vikunni, nánar tiltekið dagana 9. til 11. apríl, mun félagið halda fimm kynningarfundi á jafn mörgum stöðum á svæðinu á nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins sem undirritaður var í síðustu viku. Fundirnir verða túlkaðir yfir á pólsku.

Þessir fundir eru fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum, ekki er enn búið að semja fyrir þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögunum.

Kynningarfundirnir verða:

Þriðjudaginn 9. apríl
Grenivík, á veitingastaðnum Kontornum kl. 17:00
Akureyri, í Hömrum í Hofi kl. 20:00

Miðvikudaginn 10. apríl
Hrísey, á veitingastaðnum Verbúðin kl. 17:00
Dalvík, í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 20:00

Fimmtudaginn 11. apríl
Fjallabyggð, á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24 b kl. 20:00

Dagskrá:

1. Kynning á nýjum kjarasamningi.

2. Önnur mál.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér samninginn áður en þeir greiða atkvæði.