Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk á dögunum nýja lögreglubifreið. Bifreiðin sem er af gerðinni Volvo V90 Cross Country er afar kærkomin viðbót við bílaflota embættisins. Bifreiðin skarta nýju útliti sem svipar til merkinga lögreglubifreiða víða í Evrópu og eiga að auka öryggi lögreglumanna til muna.
Samkvæmt upplýsingum frá bílamiðstöð ríkislögreglustjóra eru bifreiðarnar afar öflugar í þau verkefni sem þeim er ætlað. Vélin er um 238 hestöfl og togið er mikið. Þá er hemla- og fjöðrunarbúnaður sérstyrktur ásamt tvöföldu rafkerfi.
Mikil áhersla er lögð á öryggisbúnað sem er mikill og góður.
Allur lögreglubúnaður bílanna er nýr, radartæki, upptökubúnaður og fjarskiptabúnaður.
Mikil ánægja er meðal lögreglumanna embættisins með bifreiðina.
Frétt fengin af facebooksíðu: Lögreglunnar á Norðurlandi vestra