Fjallabyggð vekur athygli á breytingu umferðar um suðurhluta Hólavegar á Siglufirði.

Í samræmi við tillögu sem kynnt var íbúum við Hólaveg 3 -19 á fyrri hluta árs 2021, verður innakstur bannaður á gatnamótum Hólavegar og Hlíðarvegar til suðurs.

Einnig verður sett upp stöðvunarskylda þar sem ekið er af Hólavegi og inn á Hlíðarveg. Áfram verður leyft tvístefna í götunni að undanskildum vegarkafla sem nær frá Hólavegi 3 og niður að umræddum gatnamótum, þar verður einstefna í suður. Sjá nánar meðfylgjandi mynd.

Unnið verður að uppsetningu viðeigandi umferðarmerkja á næstunni og mun breytingin taka gildi að uppsetningu lokinni.

Markmið breytingarinnar er bætt umferðaröryggi við gatnamótin þar sem lítið pláss er fyrir gangandi vegfarendur, sjónsvið ökumanna takmarkað og erfitt fyrir bíla að mætast.

Mynd/Fjallabyggð