Tilkynning frá Vegagerðinni2
Um norðvestanvert landið versnar veður umtalsvert síðdegis í dag miðvikudaginn 20. mars þegar vindröst með SV stormi gengur á land. 20-25 m/s á fjallvegum Vestfjarða og á Þverárfjalli, en 17-20 á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Mjög blint og mikið kóf. Sest fljótt í skafla. Lægir seint í nótt.
SAFE TRAVEL
20. March. By afternoon there is expected continuous storm, blowing snow and very poor visibility at NW parts of Iceland, including Snæfellsnes, Vestfirðir and in parts of N-Iceland. Will remain until late tonight.
Færð á vegum.
Yfirlit: Vetrarfærð og éljagangur víðast hvar á vestan- og norðanverðu landinu og frekar hvasst. Austan- og norðaustanlands er víða greiðfært.
Höfuðborgarsvæðið: Greiðfært er á öllum leiðum.
Suðvesturland: Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi víðast hvar á fjallvegum en greiðfært er orðið nokkuð víða á láglendi.
Vesturland: Víða hálkublettir eða hálka og éljagangur. Snjóþekja á Holtavörðuheiði, Heydal og Laxárdalsheiði. Mælt er frekar með Laxárdalsheiði og Bröttubrekku heldur en Holtavörðuheiði vegna skyggnis.
Vestfirðir: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og víða éljagangur eða skafrenningur. Þungfært og skafrenningur er norður í Árneshrepp.
Norðurland: Hálka víða í Húnavatnssýslum en hálkublettir og éljagangur í Skagafirði og í Eyjafirði.
Norðausturland: Vegir eru víðast hvar greiðfærir en hálkublettir eru á Fljótsheiði sem og á Möðrudalsöræfum vestan Vopnafjarðarafleggjara.
Austurland: Hálka er á Vatnsskarði eystra en annars eru vegir mikið til auðir.
Suðausturland: Hálkublettir eru frá Eldhrauni og austur í Öræfasveit en greiðfært er frá Kvískerjum að Höfn. Snjóþekja og snjókoma er á Mýrdalssandi.
Suðurland: Hálka eða hálkublettir eru víða í uppsveitum en hálkublettir víða á þjóðvegi 1. Hálka er á Reynisfjalli.