Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista frá aðgerðastjórn Almannavarna yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví eftir póstnúmerum.
Segir þar að í póstnúmerinu 580, Siglufirði sé 1 í einangrun og 6 í sóttkví. í póstnúmeri 625, Ólafsfirði er enginn í sóttkví eða einangrun.
Þann 1. apríl var 1 aðili í einangrun á Siglufirði svo það hefur ekki verið greint nýtt tilfelli síðustu 6 daga.
Samtals eru 40 einstaklingar með smit og 209 í sóttkví á Norðurlandi eystra.
