Siglufjarðarvegur er ófær enn og aftur í dag vegna óveðurs.

Veðurstofa Íslands hefur einnig gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi.

Vaxandi norðaustanátt, 15-25 m/s eftir hádegi, hvassast syðst. Víða él en úrkomulítið á suðvestanverðu landinu. Frost 2 til 10 stig, kaldast fyrir norðan.

Bætir í vind og ofankomu í kvöld og nótt, víða norðaustan stormur eða rok á morgun með talsverðri snjókomu og skafrenningi. Hlýnar með deginum, fer að rigna um landið sunnan- og austanvert síðdegis og dregur úr vindi þar.


Skjáskot: Vegagerðin/Veðurstofa Íslands