Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun vegan óveðurs sem gengur yfir frá því síðdegis í dag (5. febrúar) og fram eftir morgundeginum (6. febrúar)

Búist er við því að staðbundinn vindur geti orðið um 30 m/s með vindhviðum upp í 50 m/s.

Nú þegar eru appelsínugular viðvaranir í gildi hjá veðurstofunni en rauðar viðvaranir taka gildi sem hér segir (Með fyrirvara um breytingar):

Norðurland vestra: 5. febrúar milli kl. 16 og 19
Norðurland eystra: 5. febrúar milli kl. 17 og 22
Norðurland vestra: 6. febrúar milli kl. 10 og 15
Norðurland eystra: 6. febrúar milli kl. 10 og 16

Í framhaldi af fundi með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að fella niður skólastarf í báðum skólum Grunnskóla Fjallabyggðar, leikskólanum Leikhólum og Leikskálum á morgun 6. febrúar.

Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru hvattir, áður en veður versnar síðar í dag að huga að umhverfi sínu og tryggja að ekki verði foktjón. Eigendur smábáta eru einnig hvattir til þess að huga að þeim og tryggja festingar.

Þá er fólki sem hyggst fara á ferðalög hvatt til þess að fresta þeim eða skipuleggja ferðir sínar út frá veðurspá og fylgjast vel með tilkynningum á vef Veðurstofu Íslands (www.vedur.is) og á vef Vegagerðarinnar (www.umferdin.is).

Þá er fólk einnig hvatt til þess að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan óveðrið gengur yfir.

Mynd/Veðurstofa Íslands