Nú fer einkasýningu Brynju Baldursdóttur í Listasafninu á Akureyri senn að ljúka en hún stendur yfir til 16. ágúst næstkomandi.

Sýningin sem ber yfirskriftina “Sjálfsmynd” er afrakstur margra ára vinnu hjá Brynju, því eins og komið hefur fram vinnur hún hægt vegna skertrar starfsorku eftir bílslys og veikindi.

“Ég kalla stundum vinnu aðferðina “Slow Art” samanber “Slow food” segir hún og hlær, því uppsprettan er heima ræktuð og liggur þar að baki talsverð rannsóknarvinna og skoðun inn á við. Verkin vinn ég með mikilli alúð og í rólegheitum enda get ekki unnið mikið með hendurnar fram fyrir mig í einu. Þetta fékk því bara að taka allan þann tíma sem það tók að vinna þessi verk segir Brynja”. Verkin á sýningunni eru unnin með steypu auk prentaðra bókverka og mynda.

Viðfangsefnið á sýningunni er viðleitni hennar til að myndgera innra landslag mannsins, hið sammannlega og einstaka sem hluta af stærri heild. “Verkin eru talsvert persónuleg og því sammannleg um leið” bætir Brynja við.

Brynja hefur búið og starfað að sinni listsköpun um langt skeið á Siglufirði.

Við hvetjum alla til drífa sig á sýninguna fyrir lokun 16. ágúst

Hér stendur Brynja við verk sitt “Ólga”

Myndir/ aðsendar