ChitoCare Beauty Open – Kvennamót

Þann 9. ágúst fer fram kvennamót á Sigló Golf vellinum.

Mæting kl.11:30, og byrjað að spila kl.12:00.

Ræst verður út af öllum teigum.

Leikfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf.

Mótsgjald 5000 kr.

Allir fá veglega teiggjöf frá ChitoCare Beauty við mætingu.

Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og nándarverðlaun á par 3 brautum.

Hámarksþátttaka í mótið er 52 konur.

Forsíðumynd: Jón Steinar Ragnarsson