Matvælastofnun vekur athygli á ráðleggingum um fóðrun heimilishæna með matarafgöngum. Hænur eru gjarnan fóðraðar með afgöngum úr eldhúsum til að sporna við matarsóun. Það ber hins vegar að gæta fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir að sjúkdómsvaldar geta borist í fuglahópinn með fóðrun afganga.

Sárafáir smitsjúkdómar hafa greinst hérlendis í alifuglum og það er skylda okkar allra að varðveita þessa góða sjúkdómastöðu.

Hænsnfuglar eru alætur. Þrátt fyrir það á ekki gefa þeim hvað sem er. Aðalfæða þeirra á að vera þar til gert fóður ætlað hænsnum. Fræ, afgangar af grænmeti og ber skal einungs að gefa hænunum í litlu magni. Matarafgangar eins og pasta, kartöflur og brauð eru ekki hentugt fóður fyrir þær.

Vegna hættu á dýrasjúkdómum er alfarið bannað að fóðra alifugla með kjötleifum alifugla, þó svo afgangarnir hafa verið eldaðir. Það skal forðast að matreiða hrátt alifuglakjöt þar sem afgöngum er safnað fyrir hænurnar nema gæta fyllsta varúðar svo afgangar verða ekki fyrir krossmengun frá hráu kjöti. Ekki er ráðlagt að gefa hænum kjöt frá öðrum dýrum, það er ekki heilnæmt fyrir þær. En sé það gert skal þá kjötið ávallt vera hitameðhöndlað.

Það skal ávallt gæta fyllsta hreinlætis við söfnum afganga úr eldhúsi fyrir heimilishænur til að tryggja að afgangar komist aldrei í snertingu við hrátt kjöt og hrá egg nema eggin séu úr eigin hænsnahópi.

Ítarefni