U17 ára landslið drengja og stúlkna taka þátt á Nevza mótinu í Danmörku í næstu viku.

Blakfélag Fjallabyggðar á einn fulltrúa í þessum flotta hóp, en það er Agnar Óli Grétarsson.

Hægt verður að fylgjast með fréttum af gengi liðanna sem og setja inn upplýsingar til að fylgjast með leikjunum á facebooksíðu BF.

Mynd/Blaksamband Íslands