Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra var haldin s.l. miðvikudag með glæsibrag.

Þar stigu nemendur á stokk, hver öðrum betri og frambærilegri með stórgóða skemmtun fyrir áhorfendur.  Það er ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af framtíð menningar í Húnaþingi vestra þegar þessir nemendur taka við keflinu.

Sérstakar þakkir fá Valdimar, Guðmundur, Aðalsteinn, Hjörtur og Gunnar fyrir undirspilið, faglega leiðbeiningu og framsetningu á atriðum. Það er ekki sjálfgefið að nemendur í grunnskóla fái svona metnaðarfullan stuðning frá blómlegu tónlistarlífi.

Í eldri flokki sigraði Jóhann Smári Reynisson sem einnig fékk verðlaun fyrir sviðsframkomu. Í 2. sæti var Ásdís Aþena Magnúsdóttir og í þriðja sæti var Anna Rakel Gunnarsdóttir. ( sjá forsíðumynd ).

Í yngri flokki sigraði Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, Elvar Orri Sæmundsson í öðru sæti og í þriðja sæti voru Ísey Lilja Waage og Valgerður Alda Heiðarsdóttir. Þá fengu Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Einar Örn Sigurðsson verðlaun fyrir sviðsframkomu.

Mynd: Ragnheiður Sveinsdóttir.

 

Sjá einnig vefsíðu Grunnskóla Húnþings vestra

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.