Opinn fundur á föstudaginn langa kl 14:00 í Safnaðaheimili Siglufjarðarkirkju.

Léttar veitingar verða í boði og allir velkomnir.

Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn 16. apríl 1954, sem bar upp á föstudaginn langa. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að afmæli AA-samtakanna á Íslandi miðast við föstudaginn langa ár hvert. Í dag eru starfandi um 300 deildir innan AA-samtakanna um land allt. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku.