Í tilefni 10 ára afmælis Menningarhússins Hofs er auglýst eftir umsóknum í listsjóðinn VERÐANDI fyrir listviðburðaröð sem fram fer í Hofi fimmtudaga í júní og ágúst 2021.

Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði og tækniþjónustu ásamt auglýsingu í ljósakassa.

VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar. Sjóðurinn styður ungt listafólk og listafólk utan stofnana.

Umsækjendur geta bæði verið einstaklingar og hópar. Umsóknarfrestur er til 26. janúar. Hér eru allar nánari upplýsingar og umsóknarform.