Á liðnu ári fjölgaði gestum bókasafnsins á Siglufirði um 1,289 og voru alls 9,037, ferðamenn sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina í bókasafninu voru alls 3,859 og fjölgaði um 54 á milli ára. Varð heildaraukning gesta um 11,5% á milli ára á Siglufirði.

Hlutfall barna- og unglingabóka af heildarútlánum á Siglufirði voru 12,3% en voru 6,9% árið áður svo ánægjulegt er að sjá að unga fólkið er duglegt að heimsækja bókasafnið sér til gagns og gamans.

Gestir bókasafnsins í Ólafsfirði voru árið 2018 3,251 og fækkað um 279 manns á milli ára, ferðamenn sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði voru alls 301 og fækkaði þeim um 134 á milli ára. Heildarfjölda gesta í bókasafnið í Ólafsfirði fækkaði um 11,6% á milli ára.

Hlutfall barna- og unglingabóka af heildarútlánum í Ólafsfirði var 9,75% en voru árið áður 4,43 % sem er afar ánægjuleg þróun.

 

Heimild: Bókasafnið í Fjallabyggð