Starf íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar tekur nú mið af gildandi sóttvarnarreglum frá 13. janúar 2021. Í sundlaugina er heimilt að hleypa 50% af leyfilegum hámarksfjölda í sundlaugar í einu. Í sundlaugum Fjallabyggðar eru þetta 15 manns í búningsklefa í einu og 84 á sundlaugasvæði og 6 í pottum. Hér má sjá gildandi opnunartíma sundlaugar.

Íþróttastarf barna og fullorðinna fer fram í íþróttahúsum og gilda um það sérstakar reglur svo sem fjöldatakmarkanir og ströng skilyrði um sótthreinsun. Með síðustu tilslökunum fóru í gang hóptímar í íþróttasal og sundlaug sem uppfylla skilyrði um persónulegt æfingasvæði (4m2 á mann) og engin sameiginleg notkun búnaðar. Líkamsræktarsalir eru enn lokaðir almenningi og er ástæðan sú að ekki er heimilt að opna líkamsræktarsali fyrir almenning þar sem notaður er sameiginlegur búnaður og æfingasvæði s.s. upphitunarsvæði og teygjusvæði.

Í líkamsræktarsölum er leyfilegt að halda úti hópatímum ef hægt er að uppfylla skilyrði þar um s.s. að hver iðkandi hafi 4m2 til afnota, þjálfari til staðar í tímunum, fyrir fram skráning á iðkendum og enginn sameiginlegur búnaður. Hver og einn er þá með búnað sem hann þarf á „sínu svæði“ og sá búnaður sótthreinsaður fyrir og eftir tímana. Sjá leiðbeiningar á vef Embætti landlæknis.  Ekki er aðstaða í líkamsræktum Fjallabyggðar fyrir slíka hópatíma enda hafa þeir ekki verið í líkamsræktum fram að þessu. Þeir hópatímar sem hafa verið í líkamsræktum Fjallabyggðar hafa byggst á notkun sameiginlegs búnaðar s.s. einkaþjálfatímar og fl.

Það er einlæg von að í næstu tilslökunum sóttvarnaryfirvalda verði hægt að opna fyrir almenna notkun líkamsræktarsala þó ekki væri nema fyrir takmarkaðan fjölda í einu.