Pálmi Gunnarsson gaf út nýtt lag á föstudaginn, 26. febrúar. Lagið nefnist Komst ekki aftur og kemur út á öllum helstu streymisveitum. 

Lagið verður leikið á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Lag og texta samdi tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson en stjórn upptöku var í höndum Þóris Úlfarssonar.

Auk Pálma eru flytjendur lagsins:

Gunnlaugur Briem – trommur
Roland Hartwell – strengir
Pétur Valgarð Pétursson – gítar
Þórir Úlfarsson – bassi og gítar

Komst ekki aftur á Spotify